Fréttir

Haustsýning - Leifur Ýmir Eyjólfsson sýnir málverk

Leifur Ýmir Eyjólfsson sýnir málverk í Norska húsinu, Stykkishólmi. Opnun 6. september 2025 kl 14-17. Sýningin stendur til 9. október 2025.

Bergmál Ekko - sýningaropnun

Sýningin Bergmál Ekko opnar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla laugardaginn 9. ágúst kl. 14:00. Allir velkomnir og léttar veitingar í boði.

Huggulegt líf heimilislína Lúka Art & Design

Laugardaginn 5. júlí síðastliðinn opnaði sýningin - Huggulegt líf heimilislína Lúka Art & Design.

Skotthúfan

Skotthúfan 2025 þjóðbúningahátíð Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla fór fram laugardaginn 28.júní. En í ár átti hátíðin 20 ára afmæli.

Heimsókn frá Póllandi

Í byrjun júní tók safnið á móti starfsfólki frá þjóðfræðideild Þjóðminjasafnsins í Gdansk (@mngdansk). Waldemar Elwart (aðstoðarforstöðumaður sýninga og verkefna), Anna Ratajczak-Krajka (sýningarstjóri þjóðfræðideildar NMG) og Urszula Kokoszka (@OddzialEtnografii / @etnografia.mng) komu í fræðsluheimsókn til okkar frá Póllandi.

Skotthúfan 28. júní

Skotthúfan 2025 verður haldin í Stykkishólmi 28. júní. Í ár fögnum við því að þjóðbúningadagur hefur verið haldinn í Stykkishólmi í 20 ár!

Þjóðbúningadagurinn í 20 ár - sýning

Gleðilegan 17. júní! Í tilefni dagsins opnar sýning í tilefni af 20 ára afmæli þjóðbúningadagsins í Norska húsinu. --

Sýningarleiðsögn á Alþjóðlega safnadeginum

Leitin að sjálfri mér

Margrét Lilja Álfgeirsdóttir opnar sýninguna Leitin að sjálfri mér laugardaginn 19. apríl 2025 kl. 14:00.

Saga frá Mósambík, ljósmyndasýning eftir Halszka Wierzbicka

Saga frá Mósambík er saga um það hvernig ungar Lomwe stúlkur verða að konum. Hún er einn hluti af stóru þjóðfræðiverkefni sem gefið var út í bók ásamt 50 ljósmyndum (Lomwe. Breaths of Mozambique). Frásögnin gefur skýra mynd af því hversu kröftug hefðin getur verið og endurspeglar efnahagsleg og félagsleg vandamál samtímans. Líkt og í gegnum linsu þá einblínir hún á sögu Mósambískra kvenna og í samhengi við breytingar, velgengni og misfelllur landsins alls.