Fréttir

Hræðileg helgi 24. - 25. febrúar

Það verður margt um að vera á safninu í tilefni þess að Hræðileg helgi í Stykkishólmi verður haldin dagana 24. -25. febrúar. Föstudaginn 24. febrúar verður draugahús á safninu þar sem Dagrún Jónsdóttir þjóðfræðingur mun leiða gesti um draugahúsið og segja frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, líkt og uppvakninga, afturgöngur, útburði og fépúka. Hún kennir ýmis praktísk atriði eins og hvernig má þekkja drauga sem fólk mætir á förnum vegi, vekja upp draug og svo losna við drauga sem ásækja mann.