Fréttir

Aftur og aftur en aldrei eins - sýningaropnun

Laugardaginn 5. október kl. 14:00 opnar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla sýningin, Aftur og aftur en aldei eins.

Leirlist og textíll - sýningaropnun

Sýningin Leirlist og textíll eftir Elísabetu Haraldsdóttur og Þorbjörgu Þórðardóttur, opnar á Dönskum dögum laugardaginn 17. ágúst kl. 11:00.

Undir sólinni - sýning eftir Lilý Erlu Admasdóttur

Þjóðbúningahátíð Byggðasafns Snæfellina og Hnappdæla fer fram 29.júní

Þjóðbúningahátíð Byggðasafns Snæfellina og Hnappdæla fer fram 29.júní

Dansandi nálar - útsaumur frá París eftir Guðrúnu Elenu

Guðrún Elena Magnúsdóttir heldur útsaumssýningu með útskriftarverkum frá École Lesage skólanum í París í Norska húsinu, Stykkishólmi. Sýningin opnar 1. júní kl. 14:00. m.

Hvar er hjartastaðurinn þinn? - Leiðsögn á Alþjóðlega safnadaginn

Anna Sigríður Melsteð sýningarstjóri nýrrar grunnsýningar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla segir frá rannsókn sem gerð var í aðdraganda sýningarinnar og verður með sýningarleiðsögn. Ókeypis aðgangur og öll velkomin

Listasmiðja með Ísól

Þann 6. apríl opnaði Ísól Lilja Róbertsdóttir sýninguna Lifandi hringform í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla. Ísól ólst upp í Stykkishólmi og var því frá ungum aldri umkringd fallegri náttúru Snæfellsness. Hún hefur alltaf verið heilluð af mynstrum og litum, ekki aðeins í náttúrunni, heldur einnig í geimnum.

Lifandi hringform - myndlistarsýning eftir Ísól

Ísól Lilja Róbertsdóttir heldur myndlistarsýningu með nýjum og nýlegum verkum í Norska húsinu í Stykkishólmi. Sýningin opnar 6. apríl.

Andaðu - Ljósmyndasýning eftir Jónu Þorvaldsdóttur

Nú stendur yfir ljósmyndasýning á svarthvítum listljósmyndum Jónu Þorvaldsdóttur, í Norska Húsinu. Jóna verður á staðnum með listamannaspjall laugardaginn 30.mars frá kl. 16-18. Léttar veitingar í boði.

Sjónauki og Mundi

Í tilefni af Óskahelgi í Stykkishólmi opna tvær nýjar sýningar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla laugardaginn 28. október kl. 14:00. Anna Sigríður Gunnarsdóttir opnar sýninguna Sjónauki. Steinnun Gríma opnar sýninguna Mundi. Anna Sigríður Gunnarsdóttir er fædd í Reykjavík 1960 en hefur verið búsett í Stykkishólmi síðan 1982. Hún lærði mótun í leir og tengd efni í Myndlistaskólanum í Reykjavík.