11.10.2025
Í framhaldi af málþinginu Andvarinn í himinsfari -180 ára afmæli veðurmælinga Árna Thorlaciusar, mun opna sýningin Vendipunktar/Tipping points í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla.
09.10.2025
Í nóvember 2025 verða 180 ár liðin frá því að Árni Thorlacius hóf samfelldar veðurfarsmælingar í Stykkishólmi sem hafa staðið óslitið síðan. Árni fæddist árið 1802 og varð umsvifamikill verslunar- og fræðimaður í Stykkishólmi eftir að hann kom heim úr námi frá Kaupmannahöfn. Þessar mælingar eru taldar meðal elstu samfelldu veðurmælinga í Evrópu og árið 2019 veitti Alþjóðaveðurfræðistofnunin Stykkishólmsbæ viðurkenningu fyrir það afrek. Samfélagslegt mikilvægi þeirra er ekkert minna en hið hnattræna þar sem þær gefa okkur dýrmæta innsýn inn í nær tveggja alda veðurfarsbreytileika í Norður Atlantshafi og hafa þannig lengi gagnast við margskonar innlendar og alþjóðlegar loftslagsrannsóknir.