Fréttir

Desember í Norska húsinu

Laugardaginn 21 nóvember opnaði jólasýning safnins Er líða fer að jólum.. Á sýningunni er fjallað um allskyns siði og hefðir sem tengjast jólahaldi Íslendinga fyrr og nú. Þann 1. desember opnað Krambúð safnins vefverslun, slóðin inn á hana er: https://krambud.norskahusid.is/. Krambúðin hefur verið í safninu í meira en 20 ár og er nú sannarlega komin í nútímabúning í nýrri vefverslun. Krambúðin leggur áherslu á íslenskt handverk og hönnun. Föstudaginn 11. desember var haldinn matar- og handverksmarkaður á safninu og verður hann einnig haldinn föstudagskvöldið 18. desember kl. 20-22. Safnið er opið alla daga fram að jólum frá kl. 11-17, á Þorláksmessu verður opið frá kl. 11-22.