Fréttir

Vendipunktar/Tipping points - sýning í tilefni 180 ára afmæli veðurmælinga Árna Thorlaciusar

Í framhaldi af málþinginu Andvarinn í himinsfari -180 ára afmæli veðurmælinga Árna Thorlaciusar, mun opna sýningin Vendipunktar/Tipping points í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla.

Andvarinn í himinsfari - málþing í tilefni 180 ára afmæli veðurmælinga Árna Thorlaciusar

Í nóvember 2025 verða 180 ár liðin frá því að Árni Thorlacius hóf samfelldar veðurfarsmælingar í Stykkishólmi sem hafa staðið óslitið síðan. Árni fæddist árið 1802 og varð umsvifamikill verslunar- og fræðimaður í Stykkishólmi eftir að hann kom heim úr námi frá Kaupmannahöfn. Þessar mælingar eru taldar meðal elstu samfelldu veðurmælinga í Evrópu og árið 2019 veitti Alþjóðaveðurfræðistofnunin Stykkishólmsbæ viðurkenningu fyrir það afrek. Samfélagslegt mikilvægi þeirra er ekkert minna en hið hnattræna þar sem þær gefa okkur dýrmæta innsýn inn í nær tveggja alda veðurfarsbreytileika í Norður Atlantshafi og hafa þannig lengi gagnast við margskonar innlendar og alþjóðlegar loftslagsrannsóknir.

Lokahóf haustsýningar Leifs Ýmis 9. október

Haustsýning - Leifur Ýmir Eyjólfsson sýnir málverk

Leifur Ýmir Eyjólfsson sýnir málverk í Norska húsinu, Stykkishólmi. Opnun 6. september 2025 kl 14-17. Sýningin stendur til 9. október 2025.

Bergmál Ekko - sýningaropnun

Sýningin Bergmál Ekko opnar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla laugardaginn 9. ágúst kl. 14:00. Allir velkomnir og léttar veitingar í boði.

Huggulegt líf heimilislína Lúka Art & Design

Laugardaginn 5. júlí síðastliðinn opnaði sýningin - Huggulegt líf heimilislína Lúka Art & Design.

Skotthúfan

Skotthúfan 2025 þjóðbúningahátíð Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla fór fram laugardaginn 28.júní. En í ár átti hátíðin 20 ára afmæli.

Heimsókn frá Póllandi

Í byrjun júní tók safnið á móti starfsfólki frá þjóðfræðideild Þjóðminjasafnsins í Gdansk (@mngdansk). Waldemar Elwart (aðstoðarforstöðumaður sýninga og verkefna), Anna Ratajczak-Krajka (sýningarstjóri þjóðfræðideildar NMG) og Urszula Kokoszka (@OddzialEtnografii / @etnografia.mng) komu í fræðsluheimsókn til okkar frá Póllandi.

Skotthúfan 28. júní

Skotthúfan 2025 verður haldin í Stykkishólmi 28. júní. Í ár fögnum við því að þjóðbúningadagur hefur verið haldinn í Stykkishólmi í 20 ár!

Þjóðbúningadagurinn í 20 ár - sýning

Gleðilegan 17. júní! Í tilefni dagsins opnar sýning í tilefni af 20 ára afmæli þjóðbúningadagsins í Norska húsinu. --