Fréttir

Desember í Norska húsinu

Laugardaginn 21 nóvember opnaði jólasýning safnins Er líða fer að jólum.. Á sýningunni er fjallað um allskyns siði og hefðir sem tengjast jólahaldi Íslendinga fyrr og nú. Þann 1. desember opnað Krambúð safnins vefverslun, slóðin inn á hana er: https://krambud.norskahusid.is/. Krambúðin hefur verið í safninu í meira en 20 ár og er nú sannarlega komin í nútímabúning í nýrri vefverslun. Krambúðin leggur áherslu á íslenskt handverk og hönnun. Föstudaginn 11. desember var haldinn matar- og handverksmarkaður á safninu og verður hann einnig haldinn föstudagskvöldið 18. desember kl. 20-22. Safnið er opið alla daga fram að jólum frá kl. 11-17, á Þorláksmessu verður opið frá kl. 11-22.

Raku Brennsla við Norska húsið

Á Skeljahátíð laugardaginn 25. júlí kl.13:00 - 16:00 verða Brennuvargar með brennslugjörning á torginu við Norska húsið. Brennuvargar er félag leirlistamanna sem sérhæfa sig í brennslu keramiks með lifandi eldi. Á gjörningnum verður brennt í Rakúofni sem kynntur er með gasi og gefst gestum kostur á að sjá með eigin augum hvað gerist þegar glóandi listaverkin eru tekin úr ofninum. Í tilefni Skeljahátíðar verða brennd lítil verk í skeljaformi og verða þau til sölu til styrktar félaginu.

Skotthúfan 2020

Laugardaginn 4. júlí n.k. fer fram þjóðbúningahátíðin Skotthúfan í Stykkishólmi. Hátíðin hefur fest sig í sessi og setur hún fagran brag á annars fallegan bæ þegar áhugafólk af öllu landinu heimsækir Stykkishólm í sínu fínasta pússi. Byggðasafn Snæfellinga- og Hnappdæla hefur veg og vanda að hátíðinni og hefur fóstrað hana frá fyrstu tíð í Norska húsinu, elsta tvílyfta timburhúsi á Íslandi. Í undirbúningsnefnd sitja þær Anna Melsteð og Ingibjörg Ágústsdóttir ásamt Hjördísi Pálsdóttur forstöðukonu Byggðasafnsins.

Safnið er lokað gestum á meðan samkomubann stendur yfir

Þessa dagana er safnið lokað gestum vegna herts samkomubanns. Innri starfsemi safnsins er með óbreyttu sniði og starfsfólk vinnur í undirbúa sýningar og viðburði, svara erindum, skráningu safnmuna og að fleiri tilfallandi verkefnum. Við vinnum einnig að því þessa dagana að setja inn eldri sýningar á vefinn. Meðal annars er hægt að nálgast eldri sýningar safnins hér.

Styrkir til Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla

Laugardaginn 21. mars úthlutaði mennta- og menningarmálaráðherra úr aðalúthlutun safnasjóðs 2020. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla hlaut öndvegisstyrk (2020-2022) og fjóra verkefnastyrki og nema styrkupphæðirnar samtals 12,7 milljónum króna:

Draugasögur á þrettándanum

Mánudaginn 6. janúar kl. 17:30 verður haldinn viðburður í Norska húsinu undir yfirskriftinni Ísland í gamla daga - Draugasögur á þrettándanum. Viðfangsefnið er ísland í gamla daga í meðförum Bjarkar Bjarnadóttur, umhverfis-þjóðfræðings og sagnakonu. Björk hefur sérhæft sig í fornri þekkingu á náttúrunni og að segja íslenskar þjóðsögur fyrir unga jafnt sem aldna. Hin forna náttúruþekking býr t.d. í íslensku þjóðsögunum, þjóðtrúnni norænu goðafræðinni og Íslendingasögunum. Björk mun fjalla um þjóðsögur sem voru skráðar niður á miðhluta 19. aldar og komu út á árunum 1862-1864. Hún fjallar einnig um eðli og einkenni hinna íslensku drauga og segir nokkrar íslenskar draugasögur. Gestir eru hvattir til að mæta og endilega deila þeim draugasögum sem þeim hafa verið sagðar. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Draugasögur á þrettándanum

Mánudaginn 6. janúar kl. 17:30 verður haldinn viðburður í Norska húsinu undir yfirskriftinni Ísland í gamla daga - Draugasögur á þrettándanum. Viðfangsefnið er ísland í gamla daga í meðförum Bjarkar Bjarnadóttur, umhverfis-þjóðfræðings og sagnakonu. Björk hefur sérhæft sig í fornri þekkingu á náttúrunni og að segja íslenskar þjóðsögur fyrir unga jafnt sem aldna. Hin forna náttúruþekking býr t.d. í íslensku þjóðsögunum, þjóðtrúnni norænu goðafræðinni og Íslendingasögunum. Björk mun fjalla um þjóðsögur sem voru skráðar niður á miðhluta 19. aldar og komu út á árunum 1862-1864. Hún fjallar einnig um eðli og einkenni hinna íslensku drauga og segir nokkrar íslenskar draugasögur. Gestir eru hvattir til að mæta og endilega deila þeim draugasögum sem þeim hafa verið sagðar. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.