Fréttir

Viðurkenning frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni WMO

Alþjóðaveðurfræðistofnunin WMO veittti nýlega tveimur veðurathuganarstöðvum á Íslandi viðurkenningu fyrir meira en 100 ára samfellda mælisögu. Þetta er stöðin að Teigarhorni í Berufirði og stöðin í Stykkishólmi. Í tilefni viðurkenningarinnar efnir Norska húsið til stuttrar dagskrár föstudaginn 17. maí. Dagskráin hefst kl. 11:30 með stuttum fróðleikserindum frá Veðurstofu Íslands í Eldfjallasafninu en í lokin mun Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands afhjúpa viðurkenningarskjöld Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar í Norska húsinu.