Fréttir

Fuglabingó og ratleikur

Á sumardaginn fyrsta mun Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla standa fyrir fuglabingói fyrir börn, í tilefni þess að nú stendur yfir ljósmyndasýningin Fuglar á Snæfellsnesi eftir Daníel Bergmann. Einnig verður boðið upp á ratleik sem hefst frá Norska húsinu. Bingóið og ratleikurinn hefst, kl. 13:00. T ilvalið að hlusta eftir fuglahljóðum þangað til. Að loknu bingó og ratleik verður boðið upp á grillaður pylsur á torginu við Norska húsið. Fögnum sumrinu með útileikjum. Spáin er góð! Hlökkum til að sjá ykkur. Safnið verður opið frá kl. 13-16. Sumarfjör frá kl. 13-15.