Fréttir

Sjónauki og Mundi

Í tilefni af Óskahelgi í Stykkishólmi opna tvær nýjar sýningar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla laugardaginn 28. október kl. 14:00. Anna Sigríður Gunnarsdóttir opnar sýninguna Sjónauki. Steinnun Gríma opnar sýninguna Mundi. Anna Sigríður Gunnarsdóttir er fædd í Reykjavík 1960 en hefur verið búsett í Stykkishólmi síðan 1982. Hún lærði mótun í leir og tengd efni í Myndlistaskólanum í Reykjavík.