Skotthúfan

Skotthúfan 2025 þjóðbúningahátíð Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla fór fram laugardaginn 28.júní. En í ár átti hátíðin 20 ára afmæli.
Dagskráin var fjölbreytt og meðal annars voru í boði svokallaðar smiðjur, þar sem gestir hátíðarinnar gátu lært að kveða og lært þjóðdansa. Í Tang og Riis var Heimilisiðnaðarfélag Íslands með farandsverzlun og kynntu hina skemmtilegu handverksaðferð knlip. Í vinnustofu Tang og Riis sem er í kjallaranum var boðið upp á kaffi og kransaköku fyrir gesti á þjóðbúning og þar mátti sjá sýningu Ingibjargar H. Ágústsdóttur Mæðgur.
 
Í Sjávarborg og Æðarsetrinu var einnig boðið upp á þjóðlegar veitingar og setti hátíðin skemmtilegan svip á miðbæinn í Stykkishólmi. Í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla var kynning á skotthúfu Frú Auðar Laxness og þar var einnig sýning á ljósmyndum frá hátíðinni undanfarin 20 ár ásamt þjóðbúningum úr eigu safnsins.
Um kvöldið var svo blásið til kvöldvöku á Hótel Fransiskus, þar sem meðal annars var farið í skemmtilega þjóðbúningaspurningakeppni.
Hátíðin hefur stækkað með ári hverju og fer sá hópur ört vaxandi sem komið hefur sér upp íslenskum þjóðbúning.