Hvað er títt

Fréttir og tilkynningar

26.11.2024

Einar Falur Ingólfsson kynnir nýja bók sína, Útlit loptsins – Veðurdagbók

Laugardaginn 30. nóvember, kl. 13 til 16, verður Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari í Norska húsinu og kynnir nýja bók sína, Útlit loptsins – Veðurdagbók. Útlit loptsins er í senn myndlistarverk í 366 hlutum, athugun á veðri tveggja ára á ólíkum öldum og dagbók höfundarins.
26.11.2024

Piparkökuhússkreytingar í Norska húsinu

Laugardaginn 30. nóvember kl. 13:00-16:00, verður í boði að koma að skreyta piparkökuhús og piparkökur í Norska húsinu.
23.10.2024

Minningar - ljósmyndir Sigurðar Ágústssonar og Ágústs Sigurðssonar

Í tilefni Norðurljósahátíðar, verður fjallað um ljósmyndir Sigurðar Ágústssonar og Ágústs Sigurðssonar, í Norska húsinu laugardaginn 26. október kl. 13:00.
23.10.2024

Samsýning

Í tilefni Norðurljósahátíðar verður opnuð samsýning Hólmara föstudaginn 25. október kl. 17:00.
Hvað er á dagskrá?

Viðburðir

Sjá alla viðburði

Norska Húsið

Norska húsið er fyrsta tvílyfta íbúðarhús reist á Íslandi. Það var byggt úr tilsniðnum viði frá Noregi árið 1832 fyrir Árna Thorlacius.

Krambúð

Á fyrstu hæð Norska hússins má finna Krambúð sem selur hin ýmsu listaverk, bæði eftir listamenn í Stykkishólmi og annars staðar frá.

Grunnsýningin

Sýningin ber heitið „Hjartastaður - Sjóndeildarhringurinn með augum ungs fólks á Snæfellsnesi frá 1900“ og dregur fram sjónarhorn ungs fólks á umhverfi sitt og tengingu þess við átthagana.