Hvar er hjartastaðurinn þinn? - Leiðsögn á Alþjóðlega safnadaginn

Anna Sigríður Melsteð sýningarstjóri nýrrar grunnsýningar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla segir frá rannsókn sem gerð var í aðdraganda sýningarinnar og verður með sýningarleiðsögn. Ókeypis aðgangur og öll velkomin

Leiðsögnin er haldin í tilefni Alþjóðlega safnadagsins, yfirskrift hans í ár er, söfn í þágu fræðslu og rannsókna, snýr að mikilvægi menningarstofnana þegar kemur að því að bjóða upp á heildræna fræðslu og tækifæri til þekkingaröflunar. Þá er markmiðið með því að halda upp á daginn að stuðla að vitundarvakningu í þessum efnum, sem og að ýta undir sjálfbæra hugsun og auka jöfnuð á heimsvísu.